clockhere

20.09.2008 19:46

Elís Kjaran Friðfinnsson


Ég var að fletta Morgunblaðinu í dag og sá þá minningargreinar um Elís Kjaran Friðfinnsson sem var borinn til grafar frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði í dag.
Ég kynntist þessum ævintýramanni haustið 1983 er ég kem sem vetramaður að Hrafnseyri. þá komst ég að því að þarna fór maður sem var tilbúinn í að fórna sér fyrir nágrannana, hvort það var að koma bændum í Mosdal til hjálpar, og eða aðstoða þá í Lokinhamradal. Elli sá um snjómokstur á milli Hrafnseyrar og Mjólkár þegar sjóblásarinn réði ekki lengur við og það má segja að hann hafi verið fyrsti farfuglinn á vorin þegar hann kom bændum í Mosdal í vegasamband, en þá hafði landleið verið lokuð allt upp í 5 mánuði. Ég var bíllaus á þessum tíma og um vorið þegar að Hrafnseyrarheiðin hafði verðið opnum, þá kom Elli brunandi yfir heiði á gömlum Land-Rover sem hann átti og lánaði mér hann um sumarið, fannst alveg ómögulegt að ég væri bíllaus og væri öðrum háður.
Ég varð þess heiðus aðnjótandi að umgangast Ella í 10 ár, og hann kenndi og sagði mér margt.
Hann hlífði sér aldrei, sem sést best á þeim vegi sem hann gerði úr Keldudal í Lokinhamra og frá Lokinhömrum í Stapadal minnisvarði sem ber nafn hans á lítilli jarðýtu sem kölluð var teskeiðin. 
Fyrir allt þetta er nú þakkað af heilum hug um leið og ástvinum hans öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning hans.
Jón Guðmundsson
Neskaupstað.

Um mig

Nafn:

Jón Guðmundsson

Farsími:

897-5639

Afmælisdagur:

28.06.1956

Heimilisfang:

Starmýri 21 Neskaupstað

Heimasími:

477-2056

Tenglar

Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 138
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 807546
Samtals gestir: 114263
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:51:21